Barnamyndir sem teknar eru á stofu er minning um líðandi stund, barnið er miðdepill fjölskyldunnar og því tilvalið að koma með það í myndatökur á ljósmyndastofu. Besti aldur fyrir fyrstu myndatökuna af barninu er þegar það heldur vel höfði, um sex-mánaða, síðan eins og hálfs árs og þriggja ára og því ekki, þegar það missir fyrstu barnatennurnar,sem er um sex ára.

ÁBENDINGAR.: Klæðið börnin í ljós föt, ekki hafa þau mikið klædd t.d. stutterma bol stuttbuxur, berfætt, þegar þau koma í eins árs myndatökuna, komið með fleiri en einn klæðnað og verið í samráði við ljósmyndarann við val á fötum. Ekki er heppilegt að koma með barnið í nýjum fötum, komið með föt sem hafa alltaf farið þeim vel og þið eru ánægð með. Myndatakan er yfirleitt ein klukkustund eða allan þann tíma sem barnið þarf. Með barninu inn í stúdio er annað hvort foreldið til að veita því öryggiskennd en ljósmyndarinn er með aðstoðarmann sem leikur við barnið, meðan ljósmyndarinn einbeitir sér að myndatökunni.